Rosalegt álag á íbúa svæðisins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynslunnar vegna séu fá samfélög betur í stakk búin en hið íslenska til að takast á við eldgos. Aftur á móti segir hún að eldgosið valdi íbúum Reykjaness miklu álagi.

Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudag.

„Það sem er flókið við þessa stöðu er að þarna býr auðvitað fjöldi fólks. Við megum ekki gleyma því að þegar að við tölum um innviði að þarna býr líka fólk.

Það eru auðvitað allar áætlanir tilbúnar og allir meðvitaðir um það að við erum með rýmingaráætlanir og annað, en þetta er auðvitað rosalegt álag á íbúa svæðisins. En ég held að við séum eins vel undirbúin bæði hvað varðar skemmri tíma og lengri tíma og við getum verið,“ segir hún í samtali við mbl.is. 

Flugið krefjandi verkefni

„Það sem er núna svolítið krefjandi verkefni er auðvitað flugið, því að þó að sjálfur millilandaflugvöllurinn sé utan mesta áhættusvæðisins þá auðvitað er Reykjanesbrautin sem liggur að honum eitthvað sem þarf að huga að. Eins þarf að vera uppbygging á varaflugvelli og þar höfum við verið að ráðast í átak núna og ætlum að halda því áfram til þess að vera betur í stakk búinn.“

Aðspurð segir hún að vendingar síðustu daga hljóta að hafa áhrif á fýsileika þess að setja niður flugvöll á Hvassahrauni.

Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudaginn.
Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudaginn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert