Eldgos eykur áhuga á landi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar stjórnvalda hafa á fundum síðustu daga rætt eldgosið í Meradölum, en ljóst er að grípa þarf til ýmissa verkefna þar nú. Sérstaklega þarf að skoða aðgengi og bæta, en eins og staðan er nú þarf að ganga um langan leið frá Suðurstrandarvegi til að komast að eldstöðinni. Málin voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær og segir Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála að stilla þurfi saman ýmsa strengi ýmissa stofnana, lögreglu, björgunarsveita og annarra slíkra vegna þessara mála. Öryggi almennings og gesta sé þar útgangspunkturinn. Ferðaþjónustan sjái svo ýmsa ljósi punkta í þessari stöðu, enda megi greina aukinn áhuga á landinu vegna gossins.

„Eldgosið í Meradölum er að vekja mikla athygli erlendis en minnst hefur verið á það í yfir 5.000 erlendum umfjöllunum. Eftir því sem ég heyri úr ferðaþjónustunni er að áhrifa gossins strax farið að gæta með aukinni eftirspurn eftir að ferðast til Íslands,“ segir Lilja Alfreðsdóttir ráðherra í samtali við við Morgunblaðið.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert