Eldgosið stórkostlegt að sjá úr þotu

Litið til gossins úr stjórnklefa þotu Icelandair í Parísarflugi í …
Litið til gossins úr stjórnklefa þotu Icelandair í Parísarflugi í fyrradag. Ljósmynd/Hjörleifur Jóhannesson

Í eldgosinu í Meradölum, rúmum tveimur klukkustundum frá upphafi þess, mátti sjá hvar þotur Icelandair sem voru að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli úr Evrópuflugi flugu yfir gosstöðvarnar. Vélarnar voru í á að giska 4.000-5.000 feta hæð, eða jafn lágt og verða má miðað við aðstæður. Ætla má að fyrir farþega hafi verið sterk upplifun að sjá til eldgossins bókstaflega í blábyrjun þess og það við bestu mögulegu aðstæður.

Þegar gaus í Geldingadölum á síðasta ári var hjá Icelandair reynt eftir megni að gefa farþegum kost á að sjá til eldgossins, sem var bókstaflega í brautarstefnu flugvélanna. Slíkan bónus kunni fólk að meta

„Við breytum ekki af leið í þetta sinn til að sýna fólki gosið,“ segir Guðni Sigurðsson hjá Icelandair. „Við buðum svona í fyrra enda var flugáætlun félagsins enn nokkuð lítil í umfangi sökum faraldurs og ekki þurfti að færa sig langt. Nú er meira flogið og minni sveigjanleiki.“

Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert