„Ég man ekki eftir því að hafa séð svona margt fólk“

Mikið líf og fjör var í bænum vegna Gleðigöngunnar í …
Mikið líf og fjör var í bænum vegna Gleðigöngunnar í dag. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Margmenni var í miðbæ Reykjavíkur í dag þar sem Gleðigangan var gengin. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78 segist ekki muna eftir því að hafa séð fleira fólk í og í kringum gönguna. 

mbl.is/Kristvin Guðmundsson

„Ég man ekki eftir því að hafa séð svona margt fólk. Kannski er þetta einhver þorsti eftir svona göngu eftir Covid en ég held líka að fólk hafi fundið það hjá sjálfu sér að það væri kominn tími til þess að sýna samstöðuna í verki,“ segir Álfur. 

Frá Gleðigöngunni í dag.
Frá Gleðigöngunni í dag. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Stærstur hluti þjóðarinnar styðji hinsegin fólk

Undanfarið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. 

„Ég fann bara meðbyr í dag og ég held að það sé akkúrat í bakslagi sem er mikilvægast að ganga til þess að sýna samstöðuna og styrkja hana. Ég held að meirihluta samfélagið hafi komið og sýnt að þau styðja við bakið á okkur. Það er mestur hluti þjóðarinnar sem vill veg okkar sem bestan.“

Fólk fjölmennti í gönguna og margir fylgdust með.
Fólk fjölmennti í gönguna og margir fylgdust með. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Álfur segist gríðarlega ánægður með það hversu margt fólk kaus að mæta og ganga með Samtökunum '78 undir slagorðinu „full fjármögnun“ en Samtökin '78 hafa talað fyrir aukinni fjármögnun fyrir málaflokkinn.

Páll Óskar Hjálmtýsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Páll Óskar Hjálmtýsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

„Þetta var bara æðislegur dagur og æðisleg ganga og gaman að sjá allt þetta fólk.“

mbl.is/Kristvin Guðmundsson
mbl.is/Kristvin Guðmundsson
mbl.is/Kristvin Guðmundsson
mbl.is/Kristvin Guðmundsson
mbl.is/Kristvin Guðmundsson
Mikið var um dýrðir í göngunni í dag.
Mikið var um dýrðir í göngunni í dag. mbl.is/Kristvin Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert