Ökuníðingur með ólöglegan neyðarbúnað handtekinn

Ökumaðurinn keyrði ítrekað yfir gatnamót gegn rauðu ljósi, að því …
Ökumaðurinn keyrði ítrekað yfir gatnamót gegn rauðu ljósi, að því er fram kom í tilkynningu til lögreglu. mbl.is/Hari

Ökumaður á sjötugsaldri með ólöglegan neyðarbúnað í bifreið sinni var í gær handtekinn af lögreglunni eftir að tilkynningar bárust um brot gegn umferðarlögum og glannalegan akstursmáta.

Samkvæmt dagbók lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan eitt í nótt um að ökumaðurinn hafi verið með kveikt á forgangsljósum og ítrekað reynt að aka á bifreið tilkynnanda. Einnig kom fram að bifreiðinni hefði ítrekað verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Þá barst önnur tilkynning vegna ökumannsins þar sem segir að hann hafi ekið bifreiðinni fast upp að næstu bifreið og kveikt á sírenu og blikkljósum og síðan ekið á móti umferð.

Ökumaðurinn, sem er 65 ára, var stöðvaður skömmu síðar, handtekinn og færður í gæsluvarðhald á lögreglustöð. Eftir viðræður var hann laus og honum gert að fjarlægja ólöglega neyðarbúnaðinn úr bifreiðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert