Stöðvuðu 13 ára ökumann með þrjá farþega í nótt

Lögreglan hafði afskipti af þrettán ára ökumanni í nótt.
Lögreglan hafði afskipti af þrettán ára ökumanni í nótt. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrettán ára ökumann rétt fyrir klukkan fjögur í nótt, með þrjá farþega í bifreiðinni. Munu þeir hafa verið á leið frá Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar til að sækja vin sinn.

Eins og gefur að skilja var ökumaðurinn ökuréttindalaus enda ekki búinn að ná 17 ára aldri, sem er lágmarksaldur fyrir ökuréttindi. Farþegarnir í bílnum voru fæddir árin 2007, 2008 og 2009.

Málið var unnið með aðkomu foreldra og tilkynning send til Barnaverndar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

mbl.is