Takmarkað svigrúm til launahækkana

Skýrslan var gefin út í júní en birt opinberlega í …
Skýrslan var gefin út í júní en birt opinberlega í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Kjarasamningar á Íslandi virðast fastir í viðjum höfrungahlaupsins þar sem alltaf þarf að semja um örlítið meira en síðasti samningur hljóðaði upp á. Það verður því skrið á launahækkunum og eftir stendur nafnlaunahækkun sem minnkar óðum í meiri verðbólgu. Vinna þarf markvisst að því að bæta umgjörð samninganna, auka traust og setja ramma um launahækkanir sem aðilar skuldbinda sig til að standa við.“

Þetta segir í skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga, sem unnin var af Katrínu Ólafsdóttur, dósents í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, að beiðni forsætisráðuneytisins. Skýrslan var gefin út í júní en birt opinberlega í gær.

Viðvörunarljós loga víða

Í skýrslunni bendir Katrín á að mikilvægt sé að kaupmáttaraukning síðustu ára týnist ekki á næsta samningstímabili en takmarkað svigrúm til launahækkana kalli á að annarra leiða sé leitað til að bæta stöðu fólks á vinnumarkaði og huga þurfi að sértækum aðgerðum sem snúa ekki síst að þeim er verst standa.

Tekið er fram að staða þjóðarbúsins sé að mestu góð í aðdraganda kjarasamninga, en að viðvörunarljós logi víða. „Verðbólga er mikil og því fyrirsjáanlegt að kaupmáttur launa rýrni. Því er æskilegast í þessari samningalotu að leita leiða til að tryggja kaupmátt þeirra sem verst standa á vinnumarkaði fremur en að leggja áherslu á nafnlaunahækkanir.“ Nafnlaunahækkanir séu meiri hér á landi en víðast annars staðar, en kaupmáttaraukning sé ekki endilega meiri.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert