Einar tekur við stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps

Einar Kristján Jónsson
Einar Kristján Jónsson

Einar Kristján Jónsson hefur verið ráðinn næsti sveitarstjóri Skaftárhrepps. Reiknað er með að ráðning hans verði staðfest á sveitarstjórnarfundi næsta þriðjudag.

Sunnlenska greinir fyrst frá. 

Síðustu átta ár hefur Einar gegnt embætti sveitastjóra Húnavatnshrepps.

Ein­ar Kristján hef­ur lokið rekstr­ar- og viðskiptanámi frá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands. Hann gegndi stöðu deild­ar­stjóra rekstr­ar­sviðs Vá­trygg­inga­fé­lags Íslands hf. frá 2003-2008 og var rekstr­ar­stjóri Hreinsi­bíla hf. 2008-2010. Þá var hann verk­efna­stjóri eignaum­sjón­ar og gæðaeft­ir­lits hjá Frum­herja frá 2010-2014. 

Sömuleiðis Einar hef­ur í gegn­um tíðina gegnt fjölmörgum trúnaðar- og félagsstörfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert