Flokka jarðskjálftann sem gikkskjálfta

Skjálftinn varð vestan Kleifarvatns.
Skjálftinn varð vestan Kleifarvatns. mbl.is/RAX

Jarðskjálfta að stærð 4,1, sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir hádegi í dag, má flokka sem gikkskjálfta vegna kvikugangs undir Fagradalsfjalli, samkvæmt færslu Veðurstofu Íslands á Facebook.

Skjálftinn varð í Sveifluhálsi vestan Kleifarvatns og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur á Mýrar. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi.

Veðurstofa Íslands vekur athygli á að þeir sem hafi fundið fyrir skjálftanum geti fyllt út form en nóg er að skrifa bara grunnupplýsingar.

Áhrifakort skjálftans frá Veðurstofunni.
Áhrifakort skjálftans frá Veðurstofunni. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is