Funda um hvort opna eigi fyrir aðgengi að gosinu

Aðgengi að gosstöðvunum hefur verið lokað í dag sökum veðurs.
Aðgengi að gosstöðvunum hefur verið lokað í dag sökum veðurs. mbl.is/Hákon Pálsson

Vísindamenn funda nú um hvort óhætt sé að opna aftur fyrir aðgengi að gosstöðvunum í Meradölum í dag, en búist er við að veður lægi núna seinni partinn. 

Þetta segir Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Líkt og mbl.is hefur greint frá var lokað fyrir aðgengi að gosinu í dag vegna veðurs en gul viðvörun tók gildi klukkan níu í morgun fyrir Suðurlandið og Faxaflóa. 

Vísað erlendum ferðamönnum frá

Íslendingar virðast hafa móttekið skilaboðin um lokunina en björgunarsveitir hafa einungis þurft að vísa nokkrum erlendum ferðamönnum frá gosstöðvunum í dag.

„Þeir voru svekktir. Munurinn á þeim og okkur er að við búum hérna en þeir eru á tíma. Þeir eru kannski bara hér á landinu í nokkra daga,“ segir Bogi.

Björgunarsveitarmenn eru nú á staðnum og vakta þeir svæðið á meðan það er lokað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert