Klukkustrengjasafn Svanhildar

Svanhildur safnar klukkustrengjum og sýndi þá flesta í sumar í …
Svanhildur safnar klukkustrengjum og sýndi þá flesta í sumar í Hrísey. mbl.is/Ásdís

Í sumarfríinu dvaldi blaðamaður nokkra ljúfa daga á Dalvík og varð heldur betur kátur þegar hann rakst á auglýsingu á Facebook um að daginn eftir yrði haldin klukkustrengja- og rabarbarahátíð á Miðbraut 11 í Hrísey. Þetta hjómaði spennandi og öðruvísi, þannig að fjölskyldan var drifin af stað daginn eftir með á Hríseyjarhátíð sem haldin er ár hvert í júlí, og hélt öll hersingin beint á Miðbrautina. Þar tók á móti okkur Svanhildur Daníelsdóttir, en hún á þar annað heimili. Í húsinu hafði hún hengt upp til sýnis klukkustrengi í röðum, bæði innan og utandyra. Og ekki var verra að fá að smakka úti í garði heimagerða rabarbarasultu og saft sem boðið var upp í dásamlegu veðri.

Klukkustrengirnir hanga í röðum í stofunni, hver öðrum fallegri.
Klukkustrengirnir hanga í röðum í stofunni, hver öðrum fallegri.

Fékk illt í hjartað

Nú þegar sumarfríið er á enda var ekki úr vegi að heyra í Svanhildi og forvitnast um þessa áráttu hennar fyrir klukkustrengjum. Svanhildur, sem er framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri, hafði komið sér vel fyrir á sólbekk á Tenerife þegar blaðamaður náði tali af henni, en var til í spjall.

„Það eru um tuttugu ár síðan ég fór að sjá alls konar vandað og fallegt handverk á nytjamörkuðum í Reykjavík. Ég fékk illt í hjartað því ég veit hvað liggur mikil vinna að baki, vinna formæðra okkar,“ segir Svanhildur og segist þá hafa ákveðið að einblína á að „bjarga“ klukkustrengjum.

Meðferð við áráttunni

Eftir það varð ekki aftur snúið og á Svanhildur í dag um hundrað klukkustrengi.

Svanhildur á um hundrað klukkustrengi sem hún kaupir á nytjamörkuðum.
Svanhildur á um hundrað klukkustrengi sem hún kaupir á nytjamörkuðum.

„Mér finnst þeir svo fallegir og svo er þetta í raun menningararfur. Ég hef fengið þá alla vega útleikna og tek þá og þvæ og laga,“ segir hún og segir að með tímanum hafi klukkustrengirnir hlaðist upp.

„Ég var að hugsa um að fara í meðferð við þessari áráttu; ég vissi hreinlega ekki hvað ég ætti að gera við þá,“ segir hún kímin.

„Eina nóttina lá ég andvaka og datt þá í hug að hengja þá á veggina og bjóða svo fólki að koma og sjá,“ segir hún og dreif sig í að hengja upp alla klukkustrengina og blása til fyrrnefndar klukkustrengja- og rabarbarahátíðar.

Það var stemmning hjá Svanhildi í sumar og flaggað í …
Það var stemmning hjá Svanhildi í sumar og flaggað í tilefni dagsins.

„Sýningin var þessa einu helgi en á dagskrá er að hafa klukkustrengina til sýnis alltaf af og til á sumrin þegar vel viðrar,“ segir hún og getur því fólk sem leggur leið sína til Hríseyjar vonandi fengið að berja sýninguna augum.

„Okkur hjónin langaði að opna heimilið okkar til að gleðja fólk og bæta samfélagið í Hrísey.“Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »