Patman nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Carrin F. Patman.
Carrin F. Patman. Ljósmynd/Texas-háskóli

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta um að Carrin F. Patman verði sendiherra landsins á Íslandi.

Patman hefur verið stjórnarformaður almenningssamgangna í Harris-sýslu í Texas. Sýslan er sú þriðja fjölmennasta í Bandaríkjunum og þar er stórborgin Houston.

Áður var hún einn eigenda lögfræðistofunnar Bracewell LLP og starfaði þar í þrjá áratugi.

mbl.is