Slökkvistarfinu í hesthúsahverfinu lokið

Tilkynning barst rétt fyrir klukkan sjö í morgun.
Tilkynning barst rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvistarfi vegna elds sem kom upp í hesthúsi í Hafnarfirði er nú lokið. Allir bílar eru komnir á sínar stöðvar og er nú unnið að frágangi tækja og tóla svo allt sé klárt fyrir næsta útkall. Þetta kemur fram í færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má sjá hesthúsið sem eldurinn kom upp í.
Hér má sjá hesthúsið sem eldurinn kom upp í. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Þrjár stöðvar slökkviliðsins hafa verið að störfum í morgun eftir að tilkynning barst laust fyrir klukkan sjö í morgun um að eldur logaði í hesthúsi. Þegar fyrsti bíll kom á staðinn var eldur í þaki hússins.

Tveir hestar voru inni í hesthúsabilinu þar sem eldurinn var en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þeim út.

Í viðtali við mbl.is í morgun sagði Haf­steinn Hall­dórs­son, aðstoðar­varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, að ekki væri ljóst hvað hefði orsakað eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert