Allvíða talsverð rigning

Skúrir verða í dag en rigning á morgun.
Skúrir verða í dag en rigning á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Seinnipartinn kemur næsta lægð inn á Grænlandshaf og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti á bilinu 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Í fyrramálið verður lægðin skammt vestur af landinu. Þá verður suðlæg átt eða breytileg, kaldi eða strekkingur og allvíða talsverð rigning, en um og eftir hádegi dregur úr úrkomuákefðinni.

Á Austurlandi verður orðið þurrt að mestu á og þá bætir í vind við suðausturströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert