Ekki sjáanlegar breytingar á gosinu

Hraun heldur áfram að flæða á gosstöðvunum í Meradölum.
Hraun heldur áfram að flæða á gosstöðvunum í Meradölum. mbl.is/Árni Sæberg

Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við mbl.is í morgun að ekki hafi miklar breytingar orðið á gosinu frá því í gærkvöldi miðað við það sem sést á myndavélum.

„Skyggnið í nótt hefur komið og farið. Á myndavélum sést að hraunáin rennur áfram inn í Meradalinn,“ bætir Einar við.

Hann segir að þegar veður leyfir verði gerðar mælingar á staðnum og í flugi. Hvenær það verður er óvíst.

Eins og flestum er eflaust kunnugt hófst eldgos á miðvikudaginn í vestanverðum Meradölum á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa þúsundir heimsótt gosstöðvarnar en þar var lokað vegna veðurs í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina