Gætum mögulega beint hraunflæðinu út í sjó

Ómögulegt er að stöðva hraunflæði sem kemur upp úr gossprungum á Reykjanesskaga og því þarf að leita annarra leiða til þess að vernda innviði sem hætta steðjar að, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði.

„Það sem við þurfum að einbeita okkur að og kannski átta okkur betur á, er að byggja leiðagarða því við stoppum hraunflæði ekki. En ef við getum stýrt því. Látið það fara í þá átt sem við viljum að það fari,“ segir Þorvaldur, sem er gestur í nýjasta þætti Dagmála.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur stingur upp á því að hægt verði …
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur stingur upp á því að hægt verði að leiða hraunflæðið frá innviðum og út í sjó með leiðagörðum. mbl.is/RAX

Hægt að vernda byggðina

Stingur hann m.a. upp á því að hraunflæðið verði leitt út í sjó. 

„Það væri náttúrulega mjög góð lausn í mörgum tilfellum, þá gætum við verndað byggðina með slíkum framkvæmdum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert