Gul viðvörun á Suðurlandi vegna veðurs í dag

Búast má við vatanvöxtum í ám og lækjum, sem geta …
Búast má við vatanvöxtum í ám og lækjum, sem geta flætt yfir bakka sína, segir í spá Veðurstofunnar. mbl.is/Hákon Pálsson

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi. Mun hún gilda frá klukkan 15 í dag fram að hádegi á morgun, að öllu óbreyttu.

Talsverðri rigningu er spáð, jafnvel mikið til fjalla. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum sem geta flætt yfir bakka sína, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Þá geta vöð orðið varasöm eða ófær og samgöngutruflanir hugsanlegar. 

Veðrið hefur ekki leikið við Íslendinga síðustu daga og hafa gular veðurviðvaranir ekki verið fátíðar. Í gær var gul viðvörun á Suðurlandi og í Faxaflóa og hafa gosstöðvarnar í Meradölum verið lokaðar fyrir umferð frá því klukkan fimm í gærmorgun. Stefnt er að því að opna þær aftur á morgun klukkan 10 að öllu óbreyttu. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert