„Leit svolítið illa út í byrjun“

Fjórir slökkviliðsbílar voru sendir út vegna eldsins.
Fjórir slökkviliðsbílar voru sendir út vegna eldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það leit svolítið illa út í byrjun,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, um tilkynningu sem barst slökkviliðinu í gærkvöldi um að eldur hafi kviknað í Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Fjórir slökkviliðsbílar voru sendir út vegna eldsins. En að sögn Rúnars var þremur snúið við þegar þeim varð ljóst að skólinn var ekki logandi.

„Þetta var eitthvað minna en á horfðist, þetta var í einhverri ruslatunnu þarna að utan,“ segir hann í samtali við mbl.is og bætir við að um minniháttar atvik sé að ræða.

Einhverjar skemmdir urðu á ruslaskýlinu.

mbl.is