Útkall vegna göngufólks við gosstöðvarnar

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna göngufólks á gosstöðvunum. Svarta þoka …
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna göngufólks á gosstöðvunum. Svarta þoka og leiðindaveður er þar núna. mbl.is/Hákon Pálsson

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru kallaðar út laust fyrir klukkan fjögur að gosstöðvunum vegna göngufólks sem hafði villst á leið til og frá eldgosinu. Svartaþoka er í Meradölum og leiðinlegt veður en gosstöðvarnar hafa verið lokaðar frá því í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að nokkur fjöldi fólks hefði lagt leið sína að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að búið væri að loka aðgengi. Engir viðbragðsaðilar voru uppi á Fagradalsfjalli.

„Á ein­hverju tíma­bili þá tókst fólki að kom­ast inn á þess­ar göngu­leiðir og er inni á svæðinu þar sem eng­ir viðbragðsaðilar eru núna,“ sagði Gunn­ar Schram yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is fyrr í dag. Taldi hann flesta vera erlenda ferðamenn.

mbl.is