Vísindamenn fylgjast með flakkara í Meradölum

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur fylgst með flakkaranum síðustu …
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur fylgst með flakkaranum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg. Þetta fyrirbrigði var kallað Flakkari í eyjum, þegar gígveggir tóku af stað með hraunstraumnum í burt frá gígnum sjálfum.“

Þannig hljómar færsla sem eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook seint í gærkvöldi.

Færslunni fylgir myndefni sem sýnir flakkara í hrauntjörninni í Meradölum, þar sem hann ferðast um tjörnina.

Eðlisléttari en kvikan

Hópurinn hefur fylgst með flakkaranum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar.

„Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert