Áfram lokað á gosstöðvunum

Áfram verður lokað að gosstöðvunum í Meradölum í dag.
Áfram verður lokað að gosstöðvunum í Meradölum í dag. mbl.is/Hákon

Áfram verður lokað inn á gosstöðvarnar í dag vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þar segir að svæðið verði lokað að minnsta kosti þangað til í fyrramálið. Ákvörðun um opnun svæðisins verði tekin á stöðufundi klukkan 8.30 miðvikudaginn 10. ágúst og tilkynning send á fjölmiðla í kjölfarið.

Áfram vætutíð

Gul veðurviðvör­un gild­ir á Suður­landi til há­deg­is í dag. Lokað hef­ur verið við gosstöðvarn­ar í Mera­döl­um frá því á sunnu­dag. 

Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands segir að ekk­ert lát sé á lægðagang­in­um í kring­um landið og fara flest­ar lægðirn­ar til norðurs fyr­ir vest­an land og mun því lítið lát verða á vætutíðinni um landið sunn­an- og vest­an­vert. Samt sem áður mun rest­in af land­inu fá vætu líka, en oft­ast í mun minni skömmt­um.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert