Andlát: Eiríkur Guðmundsson

Eiríkur Guðmundsson rithöfundur er látinn.
Eiríkur Guðmundsson rithöfundur er látinn. mbl.is/Einar Falur

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn, 52 ára að aldri. Hann fæddist hinn 28. september árið 1969 í Bolungarvík.

Eiríkur útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA í íslenskum bókmenntum frá HÍ árið 1995.

Árum saman starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni.

Eiríkur skrifaði skáldsögurnar 39 þrep á leið til glötunar (2004), Undir himninum (2006), Sýrópsmáninn (2010), 1983 (2013), Ritgerð mín um sársaukann (2018), ljóðabókina Blindur hestur (2015) og ritstýrði heildarútgáfu á verkum Steinars Sigurjónssonar (2008).

Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus, og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert