Samþykkja stefnur án þess að lesa þær

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Hákon Pálsson

Oft finnst íslenskum viðskiptavinum óhugnanlegt þegar fyrirtæki nýta sér persónuupplýsingar þeirra og er skilningur viðskiptavina á öflun persónuupplýsinga fyrirtækja gjarnan takmarkaður. Þrátt fyrir að finnast upplýsingaöflunin óþægileg samþykkir stærstur hluti viðskiptavina persónuverndarstefnur án þess að lesa þær.

Rannsókn Sigrúnar Ellertsdóttur markaðsfræðings leiðir þetta í ljós. Sigrún rannsakaði persónuupplýsingaöflun íslenskra fyrirtækja og viðhorf viðskiptavina til upplýsingaöflunar fyrirtækja fyrir meistararitgerð sína í markaðsfræði við Háskólann á Bifröst.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær, mánudag.

Í samtali við Morgunblaðið segir Sigrún að íslensk fyrirtæki safni almennt mjög takmörkuðum upplýsingum um sína viðskiptavini en hún ræddi við íslensk þjónustufyrirtæki við sína rannsókn enda eru það þau fyrirtæki sem helst eru farin að safna persónuupplýsingum viðskiptavina sinna hér á landi.

Sigrún­ Ell­erts­dótt­ir.
Sigrún­ Ell­erts­dótt­ir. Ljósmynd/Aðsend

Ekkert eins og Google

Þær upplýsingar sem fyrirtækin söfnuðu voru m.a. nöfn viðskiptavina, netföng og símanúmer ásamt því að fyrirtækin skráðu hjá sér samskipti við viðskiptavini, niðurstöður úr könnunum og umtal um fyrirtækin á samfélagsmiðlum. Sigrún segir að samt sem áður sé það algengur misskilningur að íslensk fyrirtæki gangi lengra en það í öflun persónuupplýsinga.

Erlend stórfyrirtæki eins og Google og samfélagsmiðillinn Facebook hafa hlotið gagnrýni fyrir verulega öflun persónuupplýsinga en Sigrún segir að íslensk fyrirtæki gangi alls ekki jafn langt og tæknirisarnir.

„Fyrirtæki á Íslandi eru alls ekki að safna eins miklu og Google,“ segir Sigrún. „Þau fyrirtæki sem ég tók viðtöl við eru með lögfræðinga og persónuverndarfulltrúa til að passa að það sé ekki verið að taka of miklar upplýsingar, bara þær helstu sem gætu hjálpað til við að bjóða viðskiptavinum betri þjónustu,“ segir Sigrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »