Stærsti skjálftinn í tvo daga

Horft í vestur yfir Kleifarvatn og að eldgosinu í Meradölum.
Horft í vestur yfir Kleifarvatn og að eldgosinu í Meradölum. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærðinni 3 reið yfir á Reykjanesskaga rétt fyrir hádegi, eða nánar tiltekið undir norðanverðu Kleifarvatni klukkan 11.43.

Skjálftinn er sá stærsti á skaganum í um tvo sólarhringa, eða frá því skjálfti 4,1 að stærð varð skammt vestur af Kleifarvatni klukkan 11.52 á sunnudag.

Sá fannst víða á suðvesturhorninu, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu.

Vísindamenn hafa sagt að bú­ast megi við áfram­hald­andi skjálfta­virkni í kjöl­far eld­goss­ins til að byrja með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert