Tíðniskatta á stórnotendur flugs

ASÍ vill að kannaðar verði forsendur þess að settir verði …
ASÍ vill að kannaðar verði forsendur þess að settir verði tíðniskattar á stórnotendur flugþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands vill að kannaðar verði forsendur þess að settir verði tíðniskattar á stórnotendur flugþjónustu (e. frequent flyer tax).

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Þá vill ASÍ að skattlagning á útlosun gróðurhúsalofttegunda nái til allrar uppsprettu útlosunar í atvinnustarfsemi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjölmörgum áherslum og tillögum sem finna má í þingskjölum sem lögð verða fram á 45. þingi ASÍ, sem hefst 10. október næstkomandi.

Á þinginu verður m.a. fjallað um lífeyrismál, húsnæðismál, efnahag, kjör og skatta og um framtíð vinnumarkaðarins.

Birtar hafa verið áherslur og verkefni ASÍ í átta málaflokkum á sérstakri þingsíðu á vef ASÍ.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert