Umbrot gætu fylgt aukinni virkni á höfuðborgarsvæðinu

Stórar sprungur má sjá í fellinu Sundhnjúki norður af Grindavík …
Stórar sprungur má sjá í fellinu Sundhnjúki norður af Grindavík sem sérfræðingar telja að hafa myndast í stærsta skjálftanum sem reið yfir áður en eldgosið í Meradölum hófst. Ljósmynd/Guðlaugur Viðarsson

Stórar sprungur má sjá í fellinu Sundhnjúki norður af Grindavík.

Esther Hlíðar Jensen, landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að slíkar sprungur gætu myndast á höfuðborgarsvæðinu, ef eldstöðvakerfin sem liggja nær Reykjavík verða virk sökum gostímabilsins sem er hafið á Reykjanesskaga.

Sérfræðingar telja að framangreindar sprungur hafa myndast í stærsta skjálftanum sem reið yfir áður en eldgosið í Meradölum hófst á miðvikudaginn í síðustu viku

Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudaginn í síðustu viku.
Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudaginn í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum ekki búin að fara ennþá út af veðri. Við ætlum að fara á morgun. En við höfum ekki heyrt af neinu sem er ákallandi, en auðvitað viljum við skoða þetta sem fyrst og útiloka að þetta sé eitthvað,“ segir Esther í samtali við mbl.is.

Aðspurð segir hún að líklegast séu þetta spennubreytingar.

„Við höfum séð slíkar sprungur á fleiri stöðum í kringum Keili í fyrra. Þannig að við höfum séð svona sprungur á fleiri stöðum.“ 

Allar líkur á aukinni virkni 

Spurð hvort slíkar sprungur gætu myndast á höfuðborgarsvæðinu segir hún að fræðilega séð þá gæti það gerst ef jarðskjálftarnir verða nálægt. Í tengslum við eldgosið í Meradölum þá telur hún það útilokað eins og staðan er núna.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í nýjasta þætti Dagmála að allar líkur séu á því að eldgostímabilið sem er hafið á Reykjanesskaga muni koma til með að virkja eldstöðvakerfin sem liggja nær höfuðborgarsvæðinu. Esther segir að ef svo verði þá gætu fylgt því umbrot í líkingu við umrædda sprungu.

„Ef að þessi virkni færist til, eins og hefur verið nefnt, þá væntanlega gætu fylgt því svona umbrot,“ segir Esther.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert