Eini sigurvegarinn í Mosó

Olís Í Langatanga.
Olís Í Langatanga. mbl.is/Ari Páll

Aðeins einn hafði eitthvað upp úr krafsinu í Víkingalottó og Jóker í kvöld, einstaklingur sem gerðist svo heppinn að velja fjórar jókertölur í réttri röð. Hlaut hann því eitt hundrað þúsund krónur í sinn hlut.

Vinningsmiðinn var seldur í Olís í Langatanga í Mosfellsbæ. Um allt er óvíst þó hvort um Mosfelling hafi verið að ræða eða óbreyttan borgara sem átti leið þar um bæinn.

Hefði sá heppni keypt lottómiða með sex tölum réttum og víkingatölunni hefði hann þó hlotið töluvert meira en hundrað þúsund krónurnar, en fyrsti vinningurinn í kvöld var hvorki meira né minna en 773.970.540 krónur.

Upphæðin á myndinni er þó töluvert hærri en vinningurinn.
Upphæðin á myndinni er þó töluvert hærri en vinningurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is