Mengun frá eldgosinu mældist á Selfossi

Spá um áhrifasvæði gasmengunarinnar frá klukkan 12 til 18 í …
Spá um áhrifasvæði gasmengunarinnar frá klukkan 12 til 18 í dag. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Nokkur loftmengun mældist á Selfossi um hádegisbil í dag. Hækkuð gildi mældust á brennisteinsdíoxíði, en gasið berst með vestanátt frá eldgosinu við Fagradalsfjall.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands, þar sem segir að mjög viðkvæmir einstaklingar og þeir sem eru með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geti fundið fyrir einkennum þegar gildi mælast af þessum styrk.

Spá um áhrifasvæði gasmengunarinnar frá klukkan tólf til sex í dag má sjá á myndinni hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert