Ronja fundin

Ronja týndist þann 31.júlí frá Svínárnesi í Hrunamannaafréttum.
Ronja týndist þann 31.júlí frá Svínárnesi í Hrunamannaafréttum. Samsett mynd

Hundurinn Ronja, sem hefur verið týnd á hálendinu síðan 31. júlí er fundin, heil á húfi. Þessu greinir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sem leitað hefur að Ronju síðustu daga, frá á Twitter-síðu sinni.

„Ronja er fundin heil á húfi,“ segir í tístinu þar sem bætt er við að 11 daga leit sé nú lokið.

Í fyrrakvöld var greint frá því að Ronja hefði sést í tvígang frá því hún týndist inni á Hrunamannaafrétti, á föstudagskvöldið og laugardagskvöldið.

Því væri enn von fyrir Ronju. Nú er ljóst að sú von átti rétt á sér.

mbl.is