Segja erlenda ferðamenn streyma inn á lokað svæði

Fjöldi erlendra ferðamanna hefur heimsótt gosstöðvarnar þrátt fyrir lokanir.
Fjöldi erlendra ferðamanna hefur heimsótt gosstöðvarnar þrátt fyrir lokanir. mbl.is/Sigurður Bogi

Erfitt hefur reynst að fá erlenda ferðamenn til að fara að fyrirmælum lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum.

Þetta segir lögreglan á Suðurnesjum í tilkynningu og bendir á að þetta sé raunin þrátt fyrir að upplýsingar hafi rækilega komið fram á samfélagsmiðlum og í sjálfvirkum textaskilaboðum frá 112.

Gengið vel síðasta sólarhring

Lögreglan segir það áhyggjuefni að þrátt fyrir lokanir síðustu daga hafi ferðamenn streymt inn á svæðið að gosstöðvunum. Ákvarðanir um takmörkun á aðgengi að gosstöðvunum hafi meðal annars tekið hliðsjón af þessu.

Aðgerðir viðbragðsaðila hafa þó gengið vel síðasta sólarhring að sögn lögreglu.

Fjöldi ferðamanna á gosslóð frá upphafi fyrra goss eru 451.797 manns samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Lögreglan gerir ráð fyrir að sú tala sé í reynd mun hærri.  

mbl.is