Þremur bjargað úr Remundargili

Tveir ferðamannanna ásamt hluta björgunarteymisins.
Tveir ferðamannanna ásamt hluta björgunarteymisins. mbl.is/Jónas Erlendsson

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna þriggja einstaklinga í sjálfheldu í Remundargili og sátu þeir fastir þar til þeim var bjargað rétt um klukkan 20. Þetta staðfestir Slysavarnarfélagið Landsbjörg í samtali við mbl.is.

„[Þeir] komust hvorki upp né niður, það var ekki fyrr en um hálf sex sem fyrsti hópur af björgunarsveitarmönnum var kominn þarna í gilið og náði að staðsetja þau,“ segir Davíð Már Bjarnason, hjá Landsbjörgu.

Um er að ræða þrjá ferðamenn frá Kanada sem voru á göngu um háldendið.

„Þau voru nokkuð ofarlega í gilinu, þannig það þurfti að ná fólkinu upp og fylgja þeim svo niður fjalllendið. Það kláraðist núna rétt fyrir átta.“ Björgunarsveitirnar sem komu að björguninni voru meðal annars Víkverji frá Vík og Lífgjöf frá Álftaveri.

Aðgerðir kláruðust rétt fyrir átta.
Aðgerðir kláruðust rétt fyrir átta. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert