Voru með sama númerið en fengu fimm miljónir hvor

Ætli upphæðin á myndinni sé fimm milljónir eða meira?
Ætli upphæðin á myndinni sé fimm milljónir eða meira? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir heppnir miðaeigendur unnu aðalvinninginn í ágústútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands. Mennirnir voru með sama miðanúmerið og fengu því báðir hæsta vinninginn: fimm milljónir króna. Þetta segir í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans.

Fleiri heppnir þátttakendur duttu í lukkupottinn og fengu til að mynda sjö eina milljón hver og tólf fengu hálfa milljón hver.

50 milljónir í næsta drætti

Þá gekk milljónaveltan ekki að þessu sinni og verður af þeim sökum fimmföld í drætti septembermánaðar, 50 milljónir.

„Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og þakkar stuðninginn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is