Edda les sinn síðasta kvöldfréttatíma í kvöld

Edda Andrésdóttir.
Edda Andrésdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Edda Andrésdóttir mun lesa sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 klukkan hálf sjö í kvöld, en hún hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í rúmlega þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum.

Vísir greinir frá.

Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjáum landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir.

mbl.is