Foreldrar mótmæla í Ráðhúsinu

Kristín Tómasdóttir ræðir við Dag B. Eggertsson borgarstjóra.
Kristín Tómasdóttir ræðir við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um fimmtíu manns eru saman komnir í Ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla úrræðal­eys­i í mál­um fjöl­skyldna ungra barna, sem bíða þess að kom­ast inn á leik­skóla.

Krist­ín Tóm­as­dótt­ir, fjög­urra barna móðir og fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ur, efndi til mót­mælanna, sem hófust kl. 8.45 við fund­ar­her­bergi borg­ar­ráðs.

Í til­efni mót­mæl­anna var í gær send eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing á full­trúa í borg­ar­ráði:

„Í dag ósk­um við eft­ir því að borg­ar­ráð grípi til taf­ar­lausra aðgerða sem miða að því að leysa dag­vist­un­ar­vand­ann í Reykja­vík strax. Þol­in­mæði okk­ar er á þrot­um og við mun­um þrýsta á borg­ar­yf­ir­völd þar til viðun­andi lausn verður að veru­leika.

Við átt­um okk­ur á því að dag­vist­un­ar­mál­in eru margþætt og flók­in en þau eru ekki óleys­an­leg. Lausn­ir hafa fund­ist í stór­um og litl­um sveit­ar­fé­lög­um á Íslandi, svo ekki séð talað um ef leitað er út fyr­ir land­stein­ana. Sem dæmi má nefna að í Dan­mörku fá öll börn sex mánaða og eldri dag­vist­un ef eft­ir því er óskað. Reykja­vík­ur­borg hef­ur mistek­ist þegar kem­ur að lang­tíma­lausn á dag­vist­un­ar­vand­an­um. Það er miður.“

Skorað er á æðstu stjórnendur borgarinnar.
Skorað er á æðstu stjórnendur borgarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­bú­in að hjálpa borg­inni

„Við skor­um á æðstu stjórn­end­ur borg­ar­inn­ar að grípa í taum­ana og slá met í tíma­bundn­um aðgerðum til að leysa vand­ann sem við stönd­um frammi fyr­ir akkúrat núna. Við höf­um hlustað og sýnt umb­urðarlyndi og gríðarlega út­sjón­ar­semi. Nú er svo komið að við vilj­um ekki leng­ur heyra skýr­ing­ar held­ur sjá breyt­ing­ar,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.

„Mögu­lega þarf að grípa til lausna sem myndu ekki flokk­ast und­ir kjöraðstæður eða upp­fylla ströngustu reglu­gerðir en gætu leyst þá ör­vænt­ingu sem er til staðar hjá mörg­um barna­fjöl­skyld­um um þess­ar mund­ir.

Það er von okk­ar að nú verði hugsað út fyr­ir kass­ann og gripið til ráðstaf­ana sem borg­in myndi ekki endi­lega und­ir öðrum kring­um­stæðum gera. Við hvetj­um borg­ar­ráð til þess að setja aukið fjár­magn og mannafla í mála­flokk­inn svo hægt verði að standa við stóru orðin um að öll börn 12 mánaða og eldri geti sótt leik­skóla frá 1. sept­em­ber 2022.

Börn­in okk­ar geta ekki beðið fram í októ­ber/​nóv­em­ber og því síður heilt starfs­ár til viðbót­ar. Við get­um ekki beðið svo lengi. Og at­vinnu­lífið þolir illa að missa af fram­lagi okk­ar for­eldr­anna vegna seina­gangs og klúðurs borg­ar­yf­ir­valda.

Við lýs­um okk­ur til­bú­in til þess að nýta okk­ar krafta til þess að hjálpa borg­inni að koma af stað leik­skól­um, bráðabirgðahús­næði, lóðum, áætl­un­um eða öðru sem þarf til að hér verði dag­vist­un­ar­kerfi sem virk­ar í sept­em­ber 2022.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert