Gulli Briem í pásu frá Mezzoforte

Félagarnir í Mezzoforte á æfingu fyrir tónleika í Eldborg með …
Félagarnir í Mezzoforte á æfingu fyrir tónleika í Eldborg með Gunnari Þórðarsyni árið 20XX. F.v.: Gunnlaugur Briem, Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson og Jóhann Ásmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Trommarinn Gunnlaugur Briem hefur ákveðið að taka sér pásu sem hljómsveitarmeðlimur í einni vinsælustu hljómsveit Íslands síðustu áratugi, Mezzoforte. Þetta staðfestir Gulli í samtali við mbl.is.

Hljómsveitin Mezzoforte var stofnuð í Reykjavík árið 1977 af fjórum unglingum, Eyþóri Gunnarssyni, Friðrik Karlssyni, Jóhanni Ásmundssyni og Gulla Briem og hefur verið starfrækt í 45 ár en hún spilaði á risastórri hátíð í Þýskalandi um síðustu helgi.

„Ég þarf bara að fara að einbeita mér að svo mörgum öðrum hlutum,“ segir Gulli í samtali við mbl.is. „Ég er að fara að halda tvenna stóra afmælistónleika 13. og 14. október en það er að verða uppselt á seinni tónleikana.“

Mezzoforte varð vinsæl á heimsvísu með laginu Garden Party sem kom út árið 1983. Gulli hefur fimm sinnum verið tilnefndur sem trommari ársins á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert