Hærri kvikustrókar og gígrimarnir stækka

Horft yfir hraunbreiðuna.
Horft yfir hraunbreiðuna. mbl.is/Hákon

Virknin í eldgosinu í Meradölum er nokkuð stöðug, en þó eru hærri kvikustrókar en áður. Þá hafa gígrimar um miðhluta sprungurnar stækkað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands á Facebook.

Segir einnig að hraunflæði til norðurs í vel afmörkuðum rásum sé ráðandi. Samhliða því hafi dregið niður í flóðinu í austanverðum Meradölum.

mbl.is