Hópur sérhæfðra brotamanna að verki

Viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir netfjársvikum.
Viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir netfjársvikum.

Framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir í þágu rannsóknar lögreglu á fjársvikum sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði. Talið er að hópur brotamanna hafi verið að verki og að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. 

„Sakborningar virðast hafa komið til landsins í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki og virðast hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sat í gæsluvarðhaldi í tæplega hálfan mánuði vegna rannsóknarhagsmuna en viðkomandi er nú laus úr haldi lögreglu.

Mikilvægt að fólk tengist heimabönkum beint

Rannsókn hefur leitt í ljós að settar voru upp svokallaðar skuggasíður í nafni Landsbankans með svikaslóð, sem grunlausir viðskiptavinir fóru inn á með Google-leit, og á meðan viðskiptavinirnir töldu sig vera að tengjast heimabanka sínum voru fjármunirnir millifærðir af reikningi þeirra í rauntíma.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum virðist sem svikararnir hafi keypt svikallaða Google-auglýsingu fyrir svikasíðuna. Þannig birtist svikasíðan ofar, við leit á Google, heldur en raunveruleg síða Landsbankans. 

„Í ljósi þessa er mjög mikilvægt að fólk hafi ávallt hugfast að  tengjast heimabönkum beint,“ segir í tilkynningu lögreglu. Er þá átt við að slá inn vefslóð viðskiptabankans, í stað þess að nota leitarvélar. 

Einnig er fólk minnt á að kynna sér netöryggismál og varnir gegn netsvikum, en þau hafa færst mjög í vöxt undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert