Óvíst hvort flætt hafi yfir skarðið

Óvíst er hvort flætt hafi yfir skarðið í Eystri-Meradölum í …
Óvíst er hvort flætt hafi yfir skarðið í Eystri-Meradölum í gær. mbl.is/Hákon

Ekki er víst að svo stöddu hvort hraun hafi flætt yfir skarðið í Eystri-Meradölum í nótt en Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur sagði í sam­tali við mbl.is. í gær að hraunið væri að verða komið yfir skarðið.

Náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé mikið að frétta af gosinu í Meradölum frá því í gærkvöldi. 

Af vefmyndavélunum sem Veðurstofan fylgist með var ekki hægt að sjá hvort hraun hafi flætt yfir skarðið í nótt.

Um fjórir kílómetrar eru frá skarðinu að Suðurstrandarvegi.

mbl.is