Reglum um heimsóknir á Landspítala breytt

Reglurnar eiga eingöngu við um legudeildir.
Reglurnar eiga eingöngu við um legudeildir. mbl.is

Reglum um heimsóknir til sjúklinga sem liggja inni á legudeildum Landspítala hefur verið breytt frá og með hádegi í dag, fimmtudag.

Þetta kemur fram á vef Landspítala og þar er tekið fram að reglurnar eigi eingöngu við um legudeildir en ekki bráðamóttökur. Viðvera aðstandenda á bráðamóttöku er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og með leyfi stjórnenda.

Á tímabilinu 16.30 til 19.30 virka daga og frá klukkan 14.30 til 19.30 um helgar mega koma fleiri en einn gestur til hvers sjúklings á legudeildum, en aðeins einn í einu nema gesturinn þurfi fylgdarmann.

Gestir skulu bera skurðstofugrímu, en eiga ekki að koma í heimsókn séu þeir með einkenni um sýkingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert