Banna flug fisvéla yfir gosinu

Flogið yfir gosstöðvarnar.
Flogið yfir gosstöðvarnar. mbl.is/Árni Sæberg

Bannað er að fljúga fisflugvélum yfir eldgosið í Meradölum, samkvæmt fyrirmælum frá Samgöngustofu. Þetta segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Ekki stendur til að setja flugi yfir gosinu frekari takmarkanir, að sögn Sigfúsar Þórs Sigmundssonar, staðgengils samskiptastjóra Samgöngustofu.

Flug á vegum stjórnvalda nýtur forgangs þar sem það er í þágu almannavarna og vísinda, að sögn Sigfúsar.

„Vegna eldgossins má búast við reglubundnu rannsóknarflugi flugvéla og þyrlna á vegum stjórnvalda við eldstöðina,“ segir Sigfús.

Svæði skilgreind sem hættu- eða haftasvæði

Þá verða svæði yfir gosstöðvunum skilgreind sem hættu- eða haftasvæði fyrir starfrækslu flugvéla og þyrlna eftir þörfum hverju sinni.

Auk þess verður bannað að fljúga drónum yfir gosið á ákveðnum svæðum.

„Okkur hafa ekki borist ábendingar um brot á þessum reglum síðan þessi herferð fór af stað og gerum ekki ráð fyrir að grípa þurfi til verulegra takmarkana eða banns við drónaflugi við eldstöðina. Við munum þó áfram fylgjast grannt með gangi mála,“ segir Sigfús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »