Benda á Alexandersflugvöll

Byggðaráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll.
Byggðaráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll. mbl.is/Sigurður Bogi

Byggðaráð Skagafjarðar segir í sérstakri bókun, sem samþykkt var á miðvikudag, að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók sé augljós kostur sem nýr varaflugvöllur fyrir millilandaflug.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag.

Segir í bókuninni að flugvöllurinn sé vel staðsettur og aðflug sé þar gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Flugvöllurinn vísi í norður/suður sem séu einnig ríkjandi vindáttir á svæðinu. Þá sé staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóalaga. Skagafjörður sé jafnframt utan virks eldsumbrotabeltis og slíkar hamfarir ógni ekki vellinum.

Skora á Alþingi

„Verulegur ávinningur er fólginn í því að byggja Alexandersflugvöll upp sem varaflugvöll fyrir Reykjavík og Keflavík. Þá er augljóst að slíkur flugvöllur mun þjóna Akureyri og Egilsstöðum vel sem varaflugvöllur og tryggja og treysta þá mikilvægu starfsemi sem þar er rekin í sambandi við ferðaþjónustu og flug almennt,“ segir í bókuninni.

Skorar byggðaráðið á Alþingi og innviðaráðherra að ráðast í nauðsynlega undirbúningsvinnu og rannsóknir til að hægt sé að vinna að áframhaldandi framgangi málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »