Bjórkælirinn enn óvirkur ári síðar

Endurbætt verslun á Eiðistorgi var opnuð fyrir tæpu ári.
Endurbætt verslun á Eiðistorgi var opnuð fyrir tæpu ári. mbl.is/Unnur Karen

Bjórkælir sem settur var upp í Vínbúð ÁTVR á Eiðistorgi síðsumars í fyrra hefur ekki enn verið tekinn í notkun. Íbúar á Eiðistorgi kvörtuðu yfir hávaða frá kælibúnaði þegar taka átti kælinn í notkun og í kjölfarið kom í ljós að ekki var leyfi fyrir hendi til að kæla bjór í búðinni.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR sagði í viðtali við Morgunblaðið í desember á síðasta ári að ÁTVR hefði talið að húseigendur hefðu gengið frá fullnægjandi leyfum enda hafi það legið fyrir að setja ætti upp kæli við endurbætur Vínbúðarinnar.

Hún sagði jafnframt að málið væri í vinnslu hjá húseiganda og byggingarfulltrúa og að vonast væri eftir að viðeigandi lausn fyndist innan skamms svo hægt væri að taka kælinn í notkun. Sigrún segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins nú að lítið hafi gerst í þessu máli síðan í desember. „Við bíðum enn eftir að húseigandinn finni viðeigandi lausn á málinu í samvinnu við hagsmunaaðila,“ segir hún.

Tilkoma bjórkælisins var hluti af miklum endurbótum á Vínbúðinni á Eiðistorgi síðastliðið sumar. Búðin var stækkuð um hundrað fermetra og er nú um 400 fermetrar. Kostnaður við endurbæturnar nam 53 milljónum króna. Þar af var kostnaður við bjórkælinn 6,1 milljón.

Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »