Félagsþroska ungbarna frestað

Sævar sést hér til hægri ásamt syni sínum.
Sævar sést hér til hægri ásamt syni sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst eins og það sé verið að fresta ákveðnum þroska hjá krökkunum með því að fresta þessu sí og æ,“ segir Sævar Helgi Bragason, foreldri 19 mánaða drengs sem lofað var leikskólavist í haust. Útlit er nú fyrir að barnið fái ekki vist fyrr en í nóvember.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

„Það er skandall að það sé verið að setja foreldra í þessa stöðu. Þetta á bara að vera í lagi.“

Foreldrar barna sem ekki hafa fengið dagvistunarpláss, þrátt fyrir loforð um slíkt, mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun.

Þurfa að taka launalaust leyfi

„Annað okkar þarf bara hreinlega að taka sér launalaust leyfi úr vinnu í um það bil tvo til þrjá mánuði eða nýta orlofið sitt að hluta til. Það gæti valdið okkur vandræðum á næsta ári,“ segir Sævar.

Fjölskyldan sé því nokkuð ráðalaus og voru Sævar og sonur hans því á meðal þeirra fimmtíu sem komu saman í Ráðhúsi Reykjavíkur til þess að mótmæla úrræðaleysi í málum fjölskyldna ungra barna.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert