Gönguleið A lokað í nótt

Er fólk beðið um að nýta sér frekar gönguleið C …
Er fólk beðið um að nýta sér frekar gönguleið C meðan á framkvæmdunum stendur. Kristinn Magnússon

Gönguleið A, við gosstöðvarnar í Meradölum, verður lokuð frá því klukkan fjögur í nótt til klukkan níu í fyrramálið. 

Á þessum tíma er fyrirhugað að halda áfram að lagfæra leiðina og gera hana greiðfærari almenningi. Á meðan á þessum framkvæmdum stendur er fólk beðið að nota gönguleið C, vilji það gera sér ferð upp að eldgosinu. 

„Göngufólk er vinsamlegast beðið um að fara eftir þessum fyrirmælum en þannig geta þeir sem vinna að framkvæmdunum nýtt tímann til fulls í því skyni að gera leið A enn betri,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

mbl.is