Gosið svipað og í gær og hraun renni til norðurs

Hraun virðist nú renna til suðurs í Meradölum.
Hraun virðist nú renna til suðurs í Meradölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við mbl.is snemma í morgun að lítið hafi verið að frétta af gosinu í Meradölum frá því í gærkvöldi. Gosið lýti svipað út af því sem hægt er að dæma út frá því sem sést á vefmyndavélum.

Ekki sást almennilega í morgun hvert hraunið rynni en í fyrstu virtist það vera að renna til suðurs. Nú telur Veðurstofan það renna í norður. 

Áhyggjuefni þykir ef hraunið flæðir yfir skarð í Eystri-Mera­döl­um því þar eru um fjór­ir kíló­metr­ar að Suðurstrandarvegi.

Frétt uppfærð klukkan 9.54

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert