Hægt verði að kenna í skólanum

Bæjarráð í Reykjanesbæ er sammála um að skólinn verði lagaður …
Bæjarráð í Reykjanesbæ er sammála um að skólinn verði lagaður og komið í kennsluhæft ástand en tvísýnt er hvort hann verði stækkaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki eru enn öll kurl komin til grafar varðandi framtíð Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ eftir að mygla fannst í honum. Bæjarráð er sammála um að skólinn verði lagaður og komið í kennsluhæft ástand en tvísýnt er hvort hann verði stækkaður.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

„Við erum að funda um þetta. Það má segja að verkefnið skiptist í tvennt: Fyrri hlutinn er að laga skólann eins og hann er og gera hann þannig úr garði að það sé hægt að kenna. Hinn hlutinn er spurningin um hvort við eigum að stækka hann.

Við erum sammála um hið fyrra, en varðandi síðari hlutann þurfum við lengri tíma til þess að velta því fyrir okkur,“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar að loknum bæjarráðsfundi.

Hann segir bæjarráð hafa tvö til þrjú ár til að ákveða hvaða leið verði farin.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »