Inga Hrefna ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir.
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir.

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. 

Inga Hrefna var aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrrverandi ráðherra, á árunum 2013 til 2021. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og í dag er hún formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna.

Inga er fædd og uppalin á Seyðisfirði og er gift Þorgeiri Arnari Jónssyni, saman eiga þau tvö börn. 

Þórlindur Kjartansson verður áfram aðstoðarmaður utanríkisráðherra, ásamt Ingu Hrefnu. 

mbl.is