Keyrði tíu metra inn í verslun Nettó

Verið var að þrífa verslunina þegar ljósmyndari mbl.is kom við.
Verið var að þrífa verslunina þegar ljósmyndari mbl.is kom við. mbl.is/Óttar

Bíl var ekið inn í verslun Nettó í Búðakór í Kópavogi rétt eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins staðfestir atvikið í samtali við mbl.is. Hann segir ekkert benda til þess að einhver hafi slasast þar sem sjúkraflutningamenn hafi athugað alla viðstadda. 

Aðstoðarverslunarstjóri búðarinnar segir í samtali við mbl.is að ökumaður hafi verið eldri kona. Hún hafi ekki slasast við atvikið, en þó verið augljóslega skelfingu lostin.

Ökumaðurinn mun hafa verið eldri kona.
Ökumaðurinn mun hafa verið eldri kona. mbl.is/Óttar

Allt í molum

Bílnum hafði verið ekið inn um inngang verslunarinnar og að sögn aðstoðarverslunarstjóra fór bifreiðin um tíu metra inn í búðina. 

„Það er allt í molum hérna og verður búðin örugglega lokuð í allan dag á meðan það er tekið til, bíllinn stoppaði ekki fyrr en hann kom að grænmetisdeildinni.“

Varðstjórinn segir að engum hafi orðið meint af.
Varðstjórinn segir að engum hafi orðið meint af. mbl.is/Óttar
mbl.is