Lögregla lýsir eftir bifreið

Hér má sjá mynd af bifreiðinni úr eftirlitsmyndavél.
Hér má sjá mynd af bifreiðinni úr eftirlitsmyndavél. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgrárri bifreið af gerðinni Honda CR-V, með skráningarnúmerið LJ-390. 

Bílnum var stolið í Hlíðarhjalla í Kópavogi aðfaranótt þriðjudags. 

Fólk er beðið að láta lögreglu vita í síma 112, ef það sér bifreiðina í umferðinni eða hefur vitneskju um það hvar hún sé niðurkomin.

Bílnúmerið er LJ 390.
Bílnúmerið er LJ 390. Ljósmynd/ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
mbl.is