Þriðjungur lækna snýr ekki heim

Rúmlega þriðjungur nýútskrifaðra íslenskra sérfræðinga skilar sér ekki heim úr …
Rúmlega þriðjungur nýútskrifaðra íslenskra sérfræðinga skilar sér ekki heim úr námi. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

„McKinsey-skýrslan dregur upp mjög dramatíska mynd af stöðu vísinda á Landspítalanum. Við höfum farið úr því að vera besta háskólasjúkrahúsið í vísindum samanborið við hinar Norðurlandaþjóðirnar í kringum 2002 yfir í það að fara algjörlega niður á botninn.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Það er ein af grunnstoðunum í okkar starfi að stunda vísindi og rannsóknir og þegar tækifærin til þess eru hverfandi er það mjög fælandi fyrir fólk,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, um mögulegar ástæður þess að rúmlega þriðjungur nýútskrifaðra íslenskra sérfræðinga skilar sér ekki heim úr námi.

Skortur á samningsvilja lýsandi

Steinunn segir þá staðreynd að ekki hafi verið samið við sérfræðinga á stofum ekki bæta ástandið. „Maður upplifir sig ekkert mjög velkominn í þetta umhverfi sem nýútskrifaður læknir.“

Hún bendir líka á að þessi skortur á samningsvilja hafi í reynd skilað sér í tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem þeir efnameiri kaupa sér þjónustu sem hinir efnaminni hafa ekki efni á og nefnir sem dæmi langa biðlista í liðskiptaaðgerðir og að ekki sé samið við Klíníkina.

„Það er ekkert grín að bíða með svona verki, kannski árum saman, og mikil skerðing á lífsgæðum.“

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »